Fjörður bikarmeistari 11. árið í röð

Fjörður varð í dag bikarmeistari ÍF í sundi 11. árið í röð eftir æsispennandi keppni við ÍFR sem lenti í öðru sæti. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta sundi og mundaði einungis 128 stigum. Fjörður hlaut 13.488 stig en ÍFR 13.360. Íþróttafélagið Nes frá Reykjanesbæ lenti í þriðja sæti með 4.842 stig og Ösp í fjórða sæti með 2.179 stig. Mótið fór fram í dag á heimavelli okkar í Ásvallalaug. Fyrirliðar voru Ragnar Ingi Magnússon og Tanya Jóhannsdóttir. Margir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og ljóst að framtíðin er björt.

Til hamingju allir Fjarðarliðar.

IMG_20180519_125204091_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_125459228

IMG_20180519_125202910_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_124450965

IMG_20180519_125334679

IMG_20180519_125317997

IMG_20180519_125528390


Scroll to Top