Fjörður bikarmeistari 10. árið í röð

Fjörður varð nú um helgina bikarmeistari ÍF í sundi 10. árið í röð eftir geysilega harða samkeppni við ÍFR. Einungis munaði 137 stigum á Firði og ÍFR, Fjörður fékk 12094 stig en ÍFR fékk 11957 stig. Nes lenti í þriðja sæti og Ösp í því fjórða. Allir sundmenn Fjarðar stóðu sig frábærlega skilaði það þessum stórkostlega árangri.

Hjörtur Már Ingvarsson setti nýtt Íslandsmet er hann synti 50m baksund á 47,55s í flokki S6. Óskum við honum innilega til hamingju með það.

Nokkrar myndir af fagnaðarlátum Fjarðarliða má sjá hér að neðan en fleiri myndir og myndskeið af fagnaðarlátum sundmannanna má sjá á Facebook síðu Fjarðar.

Til hamingju Fjörður!!!

IMG_20170528_165225866_HDR

IMG_20170528_170025569

IMG_20170528_170231799

IMG_20170528_170430429

IMG_20170528_170540102

IMG_20170528_170725591

IMG_20170528_170734351


Scroll to Top