Fjörður á Malmö Open 2017

Níu hressar Fjarðarstúlkur héldu um síðustu helgi út ásamt þjálfara sínum, Hallgrími Þór Harðarsyni og aðstandendum til Malmö að keppa á Malmö Open 2017. Þetta er orðinn fastur liður hjá mörgum af þessum krökkum og alltaf mikil tilhlökkun hjá þeim á hverju ári enda eru þau búin að leggja hart að sér á æfingum og í fjáröflun til að komast í þessa ferð. Eins og áður segir hafa sumir farið þangað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en aðrir voru að fara í fyrsta sinn. Ferðin gekk að mestu ljómandi vel en því miður var þó eitthvað um veikindi í hópnum. Stelpurnar skemmtu sér vel og sýndu miklar framfarir og góðar bætingar í lauginni. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem mömmurnar í ferðinni tóku og sýna vel gleðina í hópnum.

Scroll to Top