Fjörður 25 ára

Íþróttafélagið Fjörður hélt í dag, 1. júní 2017, upp á 25 ára afmæli sitt með glæsilegri afmælis- og uppskeruhátið. Veittar voru viðurkenningar, bæði til iðkenda og annarra velunnara sem voru veitt heiðursmerki félagsins. Vilborg Matthíasdóttir og Pétur Gærdbo Árnason fengu gullmerki félagsins, Hjörtur Már Ingvarsson fékk silfurmerki félagsins fyrir heimsmet í 1500m skriðsundi sem hann setti á árinu, og Ásmundur Þór Ásmundsson og Þorlákur Sigurðsson fengu bronsmerki fyrir áralanga góða ástundun sinna íþrótta hjá félaginu. Ólafur Þórarinsson sem lætur nú í vor af störfum hjá félaginu eftir 25 ára farsælt starf fékk blómvönd frá félaginu og standandi lófaklapp frá öllum í salnum. Ólafur hefur áður fengið gullmerki félagsins.

Jóhann Arnarson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra veitti nokkrum af sjálfboðaliðum Fjarðar heiðursmerki ÍF. Ásmundur Jónsson, Vilborg Matthíasdóttir, Guðlaug Oddný Sigmundsdóttir og Ólafur Ragnarsson fengu silfurmerki ÍF og Valgerður M. Fróðmarsdóttir fékk gullmerki ÍF. ÍF færði félaginu einning í afmælisgjöf gjafabréf fyrir nýju bocciasetti sem mun svo sannarlega koma sér vel.

Róbert Ísak Jónsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir voru útnefnd íþróttamaður og íþróttakona félagsins og fengu bikara sem Gissur Guðmundsson gefur enn eitt árið.

Í myndasafninu hér að neðan má sjá helstu verðlaunahafa Fjarðar fyrir tímabiliið sem er að líða.

Vilborg Matthíasdóttir og Pétur Gærdbo Árnason fengu gullmerki Fjarðar.
Vilborg Matthíasdóttir og Pétur Gærdbo Árnason fengu gullmerki Fjarðar.
Hjörtur Már Ingvarsson fékk silfurmerki Fjarðar fyrir heimsmet sem hann setti á árinu.
Hjörtur Már Ingvarsson fékk silfurmerki Fjarðar fyrir heimsmet sem hann setti á árinu.
Ásmundur Þór og Þorlákur fengu bronsmerki Fjarðar fyrir áralanga iðkun.
Ásmundur Þór og Þorlákur fengu bronsmerki Fjarðar fyrir áralanga iðkun.
Ólafur Þórarinsson var heiðraður enda hefur hann þjálfað hjá félaginu í 25 ár en mun nú í vor láta af störfum.
Ólafur Þórarinsson var heiðraður enda hefur hann þjálfað hjá félaginu í 25 ár en mun nú í vor láta af störfum.
Gissur Guðmundsson fékk blómvönd frá félaginu.
Gissur Guðmundsson fékk blómvönd frá félaginu.
Kaffiklúbburinn Hjallabraut 33 fékk blómvönd frá félaginu og þakkaður ríkulegur stuðningur.
Kaffiklúbburinn Hjallabraut 33 fékk blómvönd frá félaginu og þakkaður ríkulegur stuðningur.
Ásmundur Jónsson, Vilborg Matthíasdóttir, Guðlaug Oddný Sigmundsdóttir og Ólafur Ragnarsson fengu silfurmerki ÍF og Valgerður M. Fróðmarsdóttir fékk gullmerki ÍF:
Ásmundur Jónsson, Vilborg Matthíasdóttir, Guðlaug Oddný Sigmundsdóttir og Ólafur Ragnarsson fengu silfurmerki ÍF og Valgerður M. Fróðmarsdóttir fékk gullmerki ÍF:
Boccia hópurinn með sínar viðurkenningar.
Boccia hópurinn með sínar viðurkenningar.
Guðmundur Stefán fékk hvatningabikar bocciadeildar.
Guðmundur Stefán fékk hvatningabikar bocciadeildar.
Ólafur Þórarinsson með yngstu kynslóð sundmanna Fjarðar.
Ólafur Þórarinsson með yngstu kynslóð sundmanna Fjarðar.
Verðlaunahafar höfrungahópsins. Sean Mario fékk viðurkenningu fyrir mestu bætingu, Magnús fyrir framfarir og Lea Karen fyrir bestu mætingu.
Verðlaunahafar höfrungahópsins. Sean Mario fékk viðurkenningu fyrir mestu bætingu, Magnús fyrir framfarir og Lea Karen fyrir bestu mætingu.
Lea Karen fékk verðlaun fyrir bestu mætingu í höfrungahóp.
Lea Karen fékk verðlaun fyrir bestu mætingu í höfrungahóp.
Sverðfiskahópurinn með sínar viðurkenningar.
Sverðfiskahópurinn með sínar viðurkenningar.
Sigrún, Emilía Ýr og Kristjana líf fengu verðlaun fyrir bætingu, mætingu og framfarir í sverðfiskahóp.
Sigrún, Emilía Ýr og Kristjana líf fengu verðlaun fyrir bætingu, mætingu og framfarir í sverðfiskahóp.
Hákarlar og garpar með sínar viðurkenningar.
Hákarlar og garpar með sínar viðurkenningar.
Ásmundur Þór og Guðfinnur fengu viðurkenningu fyrir bestu mætingu, Anna Rósa fékk verðlaun fyrir mestu bætingu og Sigríður Aníta fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.
Ásmundur Þór og Guðfinnur fengu viðurkenningu fyrir bestu mætingu, Anna Rósa fékk verðlaun fyrir mestu bætingu og Sigríður Aníta fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.
Íslandsmeistarar 2016 með viðurkennignar sínar.
Íslandsmeistarar 2016 með viðurkennignar sínar.
Íslandsmeistarar 2016 og 2017 með sínar viðurkenningar.
Íslandsmeistarar 2016 og 2017 með sínar viðurkenningar.
Hjörtur Már fékk Ólafsbikarinn sem eru hvatningarverðlaun veitt fyrir góða ástundun, iðkun og framfarir.
Hjörtur Már fékk Ólafsbikarinn sem eru hvatningarverðlaun veitt fyrir góða ástundun, iðkun og framfarir.
Róbert Ísak Jónsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Fjarðar.
Róbert Ísak Jónsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Fjarðar.
Guðfinnur spilaði afmælissöngin á fiðlu og allir sungu með.
Guðfinnur spilaði afmælissöngin á fiðlu og allir sungu með.
Kökuborðið var glæsilegt að vanda.
Kökuborðið var glæsilegt að vanda.


Scroll to Top