Fjarðarmótið 2016

Sundmót Fjarðar verður haldið 26. september næstkomandi í Ásvallalaug. Mótið hefst klukkan 13:00, upphitun hefst klukkutíma fyrr eða klukkan 12:00.

Í tengslum við Fjarðarmótið verður haldin sundsýning yngstu iðkenda Fjarðar og hefst hún klukkan 11.00. Þeir foreldrar sem vilja að börn sín taki þátt í henni mega endilega senda Ólafi Ragnarsyni, formanni Fjarðar skilaboð á netfangið oliragnars@gmail.com.

Mótsskrána má nálgast hér (Athugið að mótsskráin getur breyst).

Scroll to Top