Fjarðarmótið 2018 – úrslit

Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu
Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu
Fjarðarmótið fór fram um helgina og ríkti mikil gleði í Ásvallalaug á laugardaginn. Gleðin hófst á sundsýningu yngstu iðkendanna og komu þar einnig krakkar úr Öspinni og sýndu með Fjarðarkrökkunum. Allir fengu verðlaunapening fyrir og ríkti mikil gleði með það. Sundmótið fór svo í alla staði vel fram og má helst nefna að Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði setti þrjú ný Íslandsmet, í 50m baksundi, 200m baksundi og 100m bringusundi, til hamingju með það Hjörtur.

Á mótinu ákvað félagið einnig að veita Róberti Ísaki Jónssyni silfurmerki félagsins en það má veita fyrir mjög góð afrek í keppni. Róbert Ísak varð á síðasta ári heimsmeistari í 200m fjórsundi í flokki S14.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Scroll to Top