Fjarðarfólk verðlaunað

Fjarðarfólk fékk í gær viðurkenningar á Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2015. Róbert Ísak Jónsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir voru tilnefnd sem íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar og allir Íslandsmeistarar og bikarmeistarar Fjarðar fengu einnig viðurkenningu.

Robert_Anita

Róbert Ísak og Aníta Ósk með viðurkenningarnar sínar.
Fjardarfolk

Kátir Fjarðarliðar með sínar viðurkenningar.

Á sama tíma tóku nokkrir yngri Fjarðarkrakkar þátt í NES mótinu í Reykjanesbæ og stóðu sig með prýði. Mótið er ljómandi fín upphitun fyrir Nýársmót ÍF sem fer fram í Laugardalslaug sunnudaginn 3. janúar 2016.

Scroll to Top