Fjarðarfólk stóð sig frábærlega á Norðurlandamótinu

Robert_Anita_HjorturÞau Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson og Róbert Ísak Jónsson stóðu sig frábærlega á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem var haldið í Bergen um nýliðna helgi. Róbert Ísak kom heim með silfurverðlaun í 100 metra baksundi og 200 metra skriðsundi og bronsverðlaun fyrir 200 metra fjórsund en Róbert keppti í flokki ungmenna. Aníta Ósk vann til bronsverðlauna í 200 metra flugsundi, 100 metra skriðsundi og 100 metra bringusundi í flokki eldri keppenda. Að lokum var Hjörtur Már hluti af íslensku boðsundsveitinni sem vann til bronsverðlauna í 4×100 metra skriðsundi. Sannarlega frábær frammistaða hjá krökkunum og Fjörður er mjög stoltur af þeim.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á mótinu.

Scroll to Top