Fimm sundmenn kepptu á Actavismóti SH

Fimm sundmenn úr Firði voru að keppa um helgina á Actavismóti SH í Ásvallalaug og stóðu sig með mikilli prýði og voru tímabætingar hjá þeim öllum. Hjörtur Ingvarsson gerði sér svo lítið fyrir og setti þrjú íslandsmet og er nú handhafi allra baksunds íslandsmeta í 50m laug í sínum flokki. Til hamingju með árangurinn.

Hér má svo nálgast öll úrslit mótsins

Scroll to Top