Dagur 1 í Berlín

Á þriðjudag hélt 14 manna kepElsa Berlinpendahópur frá Firði út til þýskalands til þess að    keppa í sundi. Strax á þriðjudag skelltum við okkur á æfingu til þess að prufa laugina. Aðstaðan hérna í Berlín er frábær, miðvikudagurinn var notaður í æfingar og skoðunarferðir. Í dag, fimmtudag hófst keppnin.

Það má segja að okkar fólk hafi verið í stuði í dag því bætingarnar voru frábærar.

Róbert Ísak var fyrstur til þess að stinga sér, hann synti 400 m fjórsund og stórbætti tímann sinn um 10 sek frá því á KR mótinu í febrúar. Aníta kom svo strax á eftir honum og gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmetið í 800 m skriðsundi um 7 sek. Hallgrímur var ekkert að grínast þegar hann stakk sér til sunds í 200 m skriðsund og bætti sig um tæpar 50 sek. Þóra, Sandra, Sigga, Guðfinnur, Ási, Lára, Elsa, Hjörtur Már, Vaka og Kristín (frá ísafirði sem við erum svo heppin að fá til liðs við okkur þessa helgina) Voru að sýna frábæra takta í lauginni. En til dæmis voru bæði Sandra og Lára að bæta sig um í kringum 10 sek í 50 m skriðsundi í dag. Ragnar Ingi hefur svo keppni á morgun.

Það er sko ekki leiðilegt að vera í Fjarðarliðinu í dag frekar en aðra daga og er mikil tilhlökkun fyrir komandi dögum hjá okkur.

– Helena Þjálfari

Scroll to Top