Íslandsmótið 2019 í 25m laug fer vel af stað

Íslandsmót SSÍ og ÍF hófst í morgun og fór vel af stað. Fjörður á 7 sundmenn á mótinu og náðu allir sér í að minnsta kosti einn Íslandsmeistaratitil á fyrsta hluta mótsins.

  • Guðfinnur Karlsson varð Íslandsmeistari í flokki S11 í 400m skriðsundi og 100m bringusundi
  • Róbert Ísak Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m flugsundi og 50m skriðsundi og synti sig inn í úrslit ófatlaðra í 100m flugsundi
  • Ragnar Ingi Magnússon varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m fjórsundi
  • Anna Rósa Þrastardóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 400m skriðsundi
  • Herdís Rut Guðbjartsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 50m skriðsundi
  • Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S4-S7 í 50m skriðsundi
  • Hjörtur Már Ingvarsson vaðr Íslandsmeistari í flokki S5 í 50m skriðsundi

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar innilega til hamingju með þennan flotta árangur og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. Mótið heldur áfram á morgun, laugardag og sunnudag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á fyrsta hluta mótsins.

Guðrún Íslandsmeistari í boccia – Raggi með gull í 5. deild

Það var glæsileg 10 manna sveit Fjarðar sem lagði land undir fót og hélt til Ísafjarðar til að taka þátt í Íslandsmeistarmóti ÍF í einliðaleik í boccia. Keppendur stóðu sig allir með sóma, fimm þeirra komust áfram í næstu umferð og tveir Fjarðarliðar unnu til gullverðlauna, Ragnar Björnsson vann gull í 5. deild og Guðrún Ólafsdóttir vann gull í 1. deild og er því Íslandsmeistari í einliðaleik í boccia. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur Guðrún og Raggi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af okkar fólki á mótinu og í ferðalaginu.

Fjarðarmótið 2019 – úrslit

Fjarðarmótið fór fram um nýliðna helgi og fór í alla staði vel fram. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á sundmótum og mikið var um bætingar og einhverjir sem náðu í lágmark fyrir Íslandsmót. Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 400 m skriðsundi í flokki S5 þegar hann synti á tímanum 6:47,33. Við þökkum að sjálfsögðu öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum fyrir frábært starf, svona mót yrði ekki haldið nema fjöldi manns bjóði fram sína aðstoð.

Öll úrslit í mótinu má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingum á mótinu má sjá hér að neðan.

Fjarðarmótið 2019 fer fram 29. september

Fjarðarmótið 2019 verður haldið í Ásvallalaug 29. september næstkomandi. Það hefst með sundsýningu yngstu krakkanna klukkan 10:30. Upphitun mótsins hefst svo klukkan 12:00 og mótið sjálft klukkan 13:00. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

25m skriðsund (með aðstoð ef þarf)
50m skriðsund
50m baksund
50m bringusund
50m flugsund
100m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
100m flugsund
100m fjórsund
400m skriðsund
4x50m blandað boðsund

Skráningar má senda á fjordursport@fjordursport.is.
Skráningargögn eru hér.