Fjarðarmótinu frestað

Vegna ástandsins í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Fjarðarmótinu um óákveðinn tíma. Reynt verður að finna nýja dagsetningu fyrir mótið síðar í vetur. 
Við vonum að þið sýnið þessu skilning.
Íþróttafélagið Fjörður

Fjarðarmótið 2020 fer fram 26. september

Fjarðarmótið 2020 verður haldið í Ásvallalaug 26. september næstkomandi. Upphitun mótsins hefst klukkan 9:00 og mótið sjálft klukkan 10:00. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

25m skriðsund (með aðstoð ef þarf)
50m skriðsund
50m baksund
50m bringusund
50m flugsund
100m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
100m flugsund
100m fjórsund
400m skriðsund
4x50m blandað boðsund

Skráningar má senda á fjordursport@fjordursport.is.
Skráningargögn verða aðgengileg hér á næstu dögum.

Aðalfundarboð – 17. mars 2020

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2020 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Íslandsmótið 2019 í 25m laug fer vel af stað

Íslandsmót SSÍ og ÍF hófst í morgun og fór vel af stað. Fjörður á 7 sundmenn á mótinu og náðu allir sér í að minnsta kosti einn Íslandsmeistaratitil á fyrsta hluta mótsins.

  • Guðfinnur Karlsson varð Íslandsmeistari í flokki S11 í 400m skriðsundi og 100m bringusundi
  • Róbert Ísak Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m flugsundi og 50m skriðsundi og synti sig inn í úrslit ófatlaðra í 100m flugsundi
  • Ragnar Ingi Magnússon varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m fjórsundi
  • Anna Rósa Þrastardóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 400m skriðsundi
  • Herdís Rut Guðbjartsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 50m skriðsundi
  • Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S4-S7 í 50m skriðsundi
  • Hjörtur Már Ingvarsson vaðr Íslandsmeistari í flokki S5 í 50m skriðsundi

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar innilega til hamingju með þennan flotta árangur og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. Mótið heldur áfram á morgun, laugardag og sunnudag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á fyrsta hluta mótsins.