Bocciaæfingar Fjarðar hefjast

Bocciaæfingar Fjarðar hefjast miðvikudaginn 7. september n.k. Æfingarnar verða eins og áður í íþróttahúsi Víðistaðaskóla, á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.30 til 19.50. Mánudagsæfingarnar eru ætlaðar þeim getumeiri og er þá lögð áhersla á tækniæfingar, þó þær henti ekki alveg öllum þá vildum við gjarnan sjá meiri þátttöku þar og hvetjum við þá iðkendur sem vilja ná framförum að sækja báðar æfingarnar.

Þjálfarar í vetur verða Íris Ósk Kjartansdóttir, íþróttakennari og Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Vala verður svo þeim til aðstoðar. Vonandi fáum við fleiri þjálfara til liðs við okkur.

Íslandsmót -einliðaleik- verður á Sauðárkróki um miðjan október og gera má ráð fyrir jólamótinu um miðjan nóvember. Síðasti tíminn fyrir jól er áætlaður 7. desember.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Bestu kveðjur,
f.h. bocciaþjálfara Fjarðar
Vala
555-2582 / 899-9152
furuberg@simnet.is

Scroll to Top