Blað brotið í sögu ÍF – þrír frá Firði gera samning við ÍF

if-samningar-mars-2019net

Mynd fengin af heimasíðu ÍF / www.ifsport.is

Nýtt blað var brotið í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi í dag þegar Íþróttasamband fatlaðra gerði samninga við fimmtán aðila úr afrekshópi sambandsins. Í fyrsta sinn eru afreksmenn ÍF með virkan samning við sambandið og um leið er þetta metupphæð sem sambandið setur í afreksíþróttafólkið og verkefni þeirra eða rétt tæpar 25 milljónir króna!

Þrír sundmenn úr Firði voru meðal þeirra sem skrifuðu undir slíkan samning í dag, þeir Róbert Ísak Jónsson, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson. Þetta er glæsilegt skref sem Íþróttasamband Fatlaðra stígur í dag og óskum við Róberti Ísak, Hirti og Guðfinni sem og öðrum sem skrifuðu undir slíkan samning innilega til hamingju með það.

Sjá nánar á vef ÍF

Scroll to Top