Bikarmót ÍF um helgina

bikarsigurBikarmót Íþróttasambands fatlaðra verður haldið laugardaginn, 11. júní. Fjarðarliðar mæta að sjálfsögðu galvaskir til leiks og stefna að því að vinna bikarinn 9. árið í röð en keppnin hefur líklegast sjaldan verið jafn spennandi og nú. Sveit Fjarðar skipa Hjörtur Már Ingvarsson, Pálmi Guðlaugsson, Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Elsa Sigvaldadóttir, Guðfinnur Karlsson, Ragnar Ingi Magnússon, Sigríður Aníta Rögnvaldsdóttir, Vaka Rún Þórsdóttir, Adrian Erwin, Þóra María Fransdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Elín Fanney Ólafsdóttir, Kristín Ágústa Jónsdóttir, Lára Steinarsdóttir, Ásmundur Þór Ásmundsson, Anna Rósa Þrastardóttir, og Róbert Erwin. Við hvetjum að sjálfsögðu alla Fjarðarmenn til að koma í Laugardalslaugina klukkan 15:00, laugardaginn 11. júní og styðja við bakið á sundmönnunum okkar.

Hér má nálgast mótsskrána.

Áfram Fjörður!!!

Scroll to Top