fjordur

Fjarðarmótið var haldið í Ásvallalaug 31. október síðastliðinn og gekk einstaklega vel. Auk sundmanna frá Firði, Ösp og ÍFR fengum við til okkar góða gesti sem voru ungir og efnilegir sundmenn frá SH sem fengu að synda með okkur á mótinu og úr varð hið skemmtilegasta mót.

Úrslit á mótinu má nálgast hér:
Úrslitin á pdf formi
Úrslitin fyrir Splash

Við fengum góða aðstoð frá vinum okkar í SH við að sjá um mótið og fá þeir bestu þakkir. Einnig þökkum við öllum dómurum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir frábært starf.

Nokkrar myndir af verðlaunahöfum má sjá hér að neðan:

Suðurlandsmótið í boccia var haldið um síðustu helgi en mótið var haldið í stað Íslandsmótsins sem átti að fara þessi helgi. Ákveðið var með hliðsjón af stöðunni varðandi Covid-19 í haust að ekki væri forsvaranlegt að halda stórt mót eins og Íslandsmót en Suðurlandsmótið var kærkomin sárabót. Fjörður mætti með vaska sveit af sex boccia spilurum og stóðu þeir sig ljómandi vel. Ingibjörg náði í fjórða sætið í 1. deild og Raggi gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild. Innilega til hamingju með flottan árangur. Einnig þökkum við Suðra kærlega fyrir að taka á móti okkur

Við vitum að fyrirvarinn er stuttur en Fjarðarmótið verður haldið í Ásvallalaug 31. október næstkomandi klukkan 10:00. Upphitun hefst klukkan 9:00. Vinsamlegast sendið inn skráningar í síðasta lagi fimmtudaginn 28. október. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC og FINA. Keppt verður í eftirtöldum greinum:
 
25m skriðsund (með aðstoð ef þarf)
50m skriðsund
50m baksund
50m bringusund
50m flugsund
100m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
100m flugsund
100m fjórsund
1500m skriðsund
4x50m blandað boðsund
 
Boðskrá verður send á félögin. Vinsamlegast sendið skráningar á fjordursport@fjordursport.is.
 
Bestu kveðjur,
   Íþróttafélagið Fjörður

Æfingar eru nú komnar á fullt í sundi og boccia og hægt er að ganga frá skráningu. Það er nú gert á nýjan hátt í gegnu Sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/fjordur. Í þetta skiptið er ekki hægt að greiða með kreditkorti heldur eingöngu með greiðsluseðli í heimabanka en hægt er að skipta greiðslum. Eftir áramót væntum við þess að einnig verði hægt að greiða með kreditkorti. Við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst. Til þess að fullnýta frístundastyrkinn frá Hafnarfjarðarbæ þarf að ganga frá skráningu í september. 

Sú nýjung mun byrja hjá okkur í október að hægt verður að æfa Frjálsar íþróttir hjá Firði. Æfingar munu verða þrisvar í viku í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika, þriðjudaga og fimmtudaga kukkan 17:00 – 18:30 og laugardaga klukkan 10:30 – 12:00. Þjálfari verður Gunnar Pétur Harðarson en hann hefur áður þjálfað sund hjá Firði og hefur þjálfað frjálsar hjá ÍFR og Ösp í nokkur ár. Við hvetjum alla til að prófa að mæta á æfingar í frjálsum.

Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að koma í mark í 100m flugsundi í sjötta sæti á Paralympic leikunum í Tokyo. Hann kom í mark á tímanum 58,06 sem er nýtt Íslandsmet og bæting á Íslandsmetinu sem hann setti í undanrásum í nótt. Ekki nóg með að hann hafi bætt Íslandsmetið í 100m flugsundi heldur var millitíminn einnig bæting á Íslandsmetinu í 50m flugsundi. Róbert Ísak kom inn á leikana með 13. besta tímann, varð svo sjöundi í undanrásum á nýju Íslandsmeti og tryggði sig inn í úrslitasundið. Í úrslitunum gerði hann svo enn betur og varð sjötti. Frábær árangur hjá Róbert Ísaki og óskum við honum innilega til hamingju.

Í öðrum fréttum er það helst að æfingar í sundi eru hafnar í Höfrungahóp og Hákarlahóp en Sílin hefja æfingar 30. ágúst. Æfingatímarnir eru eftirfarandi:

Hákarlar:
Mánudagar – föstudagar: 16:00 – 18:00
Laugardagar: 9:00 – 11:30

Höfrungar:
Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar: 18:00 – 19:00

Síli:
Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 17:00 – 18:00

Allar æfingar fara fram í Ásvallalaug.

Þær gleðifregnir bárust í dag að Róbert Ísak Jónsson hefur fengið þátttökurétt á Paralympics leikunum sem haldnir verða í Tokyo í kjölfar Ólympíuleikanna. Áður höfðu þær fréttir borist að Róbert Ísak kæmist ekki á leikana þrátt fyrir að hafa náð lágmörkum vegna kvóta á íþróttamenn frá Íslandi. Í dag bárust hins vegar þau frábæru tíðindi að Róbert Ísak hefur fengið keppnisrétt á leikunum og verður þar með einn af fimm Íslendingum sem tekur þátt í leikunum.

Við óskum Róbert Ísak að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta og óskum honum góðs gengis. Leikarnir hefjast 24. ágúst næstkomandi.

Í dag var uppskeruhátíð Fjarðar loksins haldin. Við byrjuðum á fjölskyldudegi í sundlauginni þar sem gleðin var við völd og allir nutu sín vel. Svo fórum við yfir á Ásvelli þar sem allir iðkendur fengu viðurkenningu fyrir æfingar vetrarins og þeir sem stóðu sig best fengu verðlaun. Ragnar Björnsson fékk hvatningabikarinn í boccia og Birnir Snær Jökulsson fékk Ólafsbikarinn sem er hvatningabikar sundiðkenda. Róbert Ísak Jónsson og Anna Rósa Þrastardóttir voru svo valin íþróttakarl og íþróttakona Fjarðar. Gissur Guðmundsson mætti að vanda og afhendi þeim verðlaun. Svo bauð foreldrafélagið upp á glæsilega pylsuveislu eftir viðurkenningahátíðina.

Mikið var nú gott að geta hist aftur og hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni.

Róbert Ísak Jónsson er þessa dagana að gera góða hluti á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem er haldið á Madeira í Portúgal þessa dagana. Meðal þess sem Róbert hefur afrekað á þessu móti er:

  • 5. sæti í 200m skriðsundi.
  • Tvö Íslandsmet í 100m baksundi þar sem hann bætti ríkjandi Íslandsmet um tæpar tvær sekúndur. Það skilaði honum í 7. sæti í úrslitum.
  • 9. sæti (6. í Evrópu) í 100m bringusundi.
  • Brons í 200m fjórsundi þar sem hann synti alveg við sinn besta tíma.

Frábær árangur hjá Róberti sem auk þess að keppa í sundi fagnaði 20. afmælisdegi sínum í Portúgal. Til hamingju með árangurinn og stórafmælið Róbert Ísak.


Mynd: Sandra Hraunfjörð

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Góðan daginn og gleðilegt ár.
Það er búið að opna fyrir skráningu inn á mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ eða inni á https://ibh.felog.is svo hægt er að byrja að skrá á námskeið. Ath. passa upp á að skrá rétt í flokka hvers iðkanda því ekki er hægt að breyta skráningu í flokk eftir á, og greiða þarf það gjald eða fá endurgreitt eftir að námskeið hefur verið að fullu greitt.

Einnig viljum við benda þeim sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk að nýta sér það. Sjá má nánar um það og kanna hvort þú hafir rétt á því inni á island.is

Scroll to Top