Aðalfundarboð

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2023 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Þorramót Fjarðar í boccia 2023

Hið árlega Þorramót Fjarðar í boccia var loksins haldið aftur um síðastliðna helgi eftir tveggja ára hlé. Á þessu skemmtilega móti bjóða iðkendur Fjarðar bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Garðabæjar og stjórnum ÍBH og Fjarðar að mæta og etja kappi í boccia. Þetta mót vekur ávallt mikla gleði meðal bocciaiðkenda Fjarðar og augljóst að gestirnir skemmtu sér einnig konunglega enda boccia afskaplega skemmtileg íþrótt. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sá um dómgæslu og Kiwanisklúbburinn Sólborg bauð upp á veitingar í hléi, þökkum við þeim innilega fyrir það.

Það fór að lokum svo að bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þrjár sveitir skipaðar iðkendum Fjarðar komust í úrslit. Þar bar bæjarstjórn Hafnarfjarðar með bæjarstjórann sjálfan fremstan í flokki sigur úr býtum, Raggi, Siggi og lánsmaðurinn Kristinn náðu öðru sæti, Bensi, Ingibjörg og Maggi lentu í þriðja sæti og Guðrún, Nonni og Sigurjón í því fjórða. En fyrst og fremst var það gleðin og vináttan sem réð ríkjum.

Nokkrar myndir af mótinu má sjá hér að neðan.

Fjarðarmótið 2022

Fjarðarmótið verður haldið í Ásvallalaug 5. nóvember næstkomandi klukkan 10:00. Upphitun hefst klukkan 9:00. Þátttakendur eru beðnir um að senda inn skráningar í síðasta lagi fimmtudaginn 3. nóvember. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC. Keppt verður í eftirtöldum greinum:
 
200m skriðsund
50m flugsund
50m baksund
50m bringusund
50m skriðsund
100m flugsund
100m baksund
100m bringusund
100m skriðsund
100m fjórsund
4x50m boðsund karla og kvenna
 
Skráningar skulu sendast á fjordursport@fjordursport.is.
 
Bestu kveðjur,
   Íþróttafélagið Fjörður

Fjörður 30 ára

Íþróttafélagið Fjörður fagnaði í gær, 1. júní 2022, 30 ára afmæli sínu. Af því tilefni var haldin glæsileg uppskeru- og afmælishátíð. Þar voru iðkendur og sjálfboðaliðar félagsins heiðraðir fyrir glæsilegan árangur vetrarins. Róbert Ísak Jónsson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Fjarðar og gaf Gissur Guðmundsson þeim glæsilega bikara fyrir það. Þeim skemmtilega sið hefur hann haldið síðan árið 2007 og þökkum við honum innilega fyrir það. Á hátíðina fengum við góða gesti en fulltrúar frá Íþróttasambandi fatlaðra, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og bæjarstjórn Hafnarfjarðar mættu á hátíðina, héldu smá ræður afmælisbarninu til heiðurs og færðu félaginu veglegar gjafir. Einnig hlaut Þröstur Erlingsson, formaður félagsins silfurmerki ÍF. Fjörður ákvað einnig að heiðra Guðlaugu Oddnýju Sigmundsdóttur, Guðfinn Karlsson, Anítu Ósk og Svavar Halldórsson með heiðursmerki félagsins. Guðlaug fékk gullmerki, Guðfinnur silfurmerki og þau Aníta og Svavar fengu bronsmerki. Að lokum var svo slegið upp pylsuveislu og gestir gátu gætt sér á gómsætri afmælisköku. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá veislunni.

Guðfinnur hlaut silfurmerki

Fána félagsins var flaggað

Nóg að gera á pylsubarnum

Pylsuveislan slær alltaf í gegn

Ronja Mary

Róbert Ísak og Aníta Ósk

Róbert Ísak og Gissur Guðmundsson

Aníta Ósk og Gissur Guðmundsson

Hákarlahópurinn

Ronja Mary fékk Ólafsbikarinn

Höfrungar ásamt þjálfurunum, Marinó og Önnu Rósu

Sílahópurinn með þjálfara sínum, Elvu Hrund

Sílahópurinn

Kristín Ágústa fékk hvatningarbikarinn í boccia.

Boccia hópurinn

Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH

Jóhann Arnarson, varaformaður ÍF

Frjálsíþróttahópurinn

Aníta Ósk og Svavar fengu bronsmerki Fjarðar

Þröstur Erlingsson og Jóhann Arnarson, varaformaður ÍF

Róbert Ísak og Aníta Ósk voru kjörin íþrottakarl- og kona Fjarðar

Guðlaug fékk gullmerki félagsins