Aníta Ósk og Róbert Ísak tilnefnd sem íþróttamaður og -kona Hafnarfjarðar

Róbert Ísak og Aníta Ósk ásamt Hirti félaga sínum á leið á Norðurlandamótið.Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Róbert ísak Jónsson eru tvö af þeim 17 einstaklingum sem tilnefnd eru sem íþróttamaður og íþróttakona Hafnarfjarðar fyrir árið 2015. Þau stóðu sig bæði frábærlega á árinu og unnu m.a. bæði til þriggja verðlauna á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra.

Fjörður er að sjálfsögðu gríðarlega stoltur af þessum félögum sínum og óskum þeim innilega til hamingju.

Scroll to Top