Allt að komast í gang

Nú er vetrarstarfið okkar að hefjast á fullu. Allir sundhóparnir eru byrjaðir að æfa. Yngsti hópurinn, höfrungarnir, æfa á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:00 í Ásvallalaug og á föstudögum klukkan 17:00 í íþróttahúsi Lækjarskóla. Ólafur Þórarinsson sér um þjálfun þeirra og honum til aðstoðar er Gunnar Pétur Harðarson. Þau sem eru aðeins lengra komin æfa með sverðfiskunum á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 18:00 í Ásvallalaug og hákarlarnir æfa alla virka daga klukkan 16:00-18:00 og klukkan 10:00 á laugardögum. Hallgrímur Þór Harðarson sér um þjálfun sverðfiska og hákarla og Þórunn Guðmundsdóttir hefur verið honum til aðstoðar með þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sverðfiskahópnum.

Núna á laugardaginn, 3. október klukkan 12:30 hefst Íþróttaskóli Fjarðar en hann er ætluðum börnum á aldrinum tveggja til átta ára. Æfingar eru í íþróttahúsi Setbergsskóla. Hallgrímur Þór Harðarson og Gunnar Pétur Harðarson eru umsjónarmenn íþróttaskólans.

7. september hefjast svo æfingar í Boccia en þær eru í Íþróttahúsi Víðistaðaskóla á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30. Boccia þjálfararnir eru Valgerður Hróðmarsdóttir og Íris Ósk.

Á föstudögum klukkan 20:00 höfum við svo aðgang að íþróttahúsi Víðistaðaskóla og æfum okkur í badminton. Allir eru velkomnir að koma og æfa sig með okkur í þeirri skemmtilegu íþrótt.

Scroll to Top