Æfingatímar 2015 – 2016

Sundæfingar hefjast mánudaginn, 24. ágúst næstkomandi. Æfingatímar haldast óbreyttir nema að laugardagsæfingin hjá Hákörlum flyst fram til klukkan 10:00. Æfingar eru því á eftirfarandi tímum:

Höfrungar – Minnsti hópur
Mánudaga kl. 17:00 – 18:15 – Ásvallalaug
Miðvikudaga kl. 17:00 – 18:15 – Ásvallalaug
Föstudaga kl. 17:00 – 18:15 – Sundlaug Lækjarskóla

Sverðfiskar – Miðhópur
Þriðjudaga kl. 18:00 – 19:00 – Ásvallalaug
Fimmtudaga kl. 18:00 – 19:00 – Ásvallalaug
Föstudaga kl. 18:00 – 19:00 – Ásvallalaug

Hákarlar – Stóri hópur
Mánudaga kl. 16:00 – 18:00 – Ásvallalaug
Þriðjudaga kl. 16:00 – 18:00 – Ásvallalaug
Miðvikudaga kl. 16:00 – 18:00 – Ásvallalaug
Fimmtudaga kl. 16:00 – 18:00 – Ásvallalaug
Föstudaga kl. 16:00 – 18:00 – Ásvallalaug
Laugardaga kl. 10:00 – 12:00 – Ásvallalaug

Yfirþjálfari Höfrunga verður eins og áður Ólafur Þórarinsson en Hallgrímur Þór Harðarson verður yfirþjálfari Sverðfiska og Hákarla.

Boccia-æfingar

Bocciaæfingar Fjarðar hefjast miðvikudaginn 2. september n.k. Æfingarnar verða eins og áður í íþróttahúsi Víðistaðaskóla, á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.30 til 19.50. Mánudagsæfingarnar eru ætlaðar þeim getumeiri og er þá lögð áhersla á tækniæfingar, þó þær henti ekki alveg öllum þá vildum við gjarnan sjá meiri þátttöku þar. Og hvetjum við þá iðkendur sem vilja ná framförum að sækja báðar æfingarnar.

Þjálfarar í vetur verða Íris Ósk Kjartansdóttir, íþróttakennari, Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir og Þórunn Þórðardóttir, Vala verður svo þeim til aðstoðar.

Íslandsmót -einliðaleik- verður í Laugardalshöllinni 10. og 11. október og gera má ráð fyrir jólamótinu um miðjan nóvember. Síðasti tíminn fyrir jól er áætlaður 9. desember.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Scroll to Top