Aðalfundur fór fram í síðustu viku

Fimmtudaginn síðasta, 15. mars, fór fram aðalfundur Fjarðar í Ásvallalaug. Fundurinn fór vel fram þó vissulega væri óskandi að fleiri létu sjá sig. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sá um fundarstjórn og kunnum við henni bestu þakkir fyrir það. Helstu tíðindi af fundinum eru þau að Þröstur Erlingsson var kosinn formaður félagsins og tekur hann við af Ólafi Ragnarssyni sem verið hefur formaður síðastliðin þrjú ár. Stjórnin er að öðru leyti óbreytt og mun Ólafur sitja áfram sem óbreyttur stjórnarmaður. Nýja stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta fundi. Tvær litlar lagabreytingar voru einnig samþykktar á fundinum.

Scroll to Top