Aðalfundur fór fram í gær

Aðalfundur Fjarðar fór fram í gær, 16. mars og var ágætismæting á hann. Helstu mál sem voru samþykkt á honum voru:

  • Ólafur Ragnarson gaf kost á sér til að sitja áfram sem formaður Fjarðar og var það samþykkt einróma.
  • Vilborg Matthíasdóttir og Jón Viðar Ásmundsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þau samþykkt einróma. Finna þurfti hins vegar nýjan stjórnarmann í stað Fjólu Halldórsdóttur sem sagði sig úr stjórn á síðasta ári. Fór svo að Kristjana Jóhannesdóttir bauð sig fram og var hún samþykkt einróma.
  • Allar þær lagabreytingar sem lagðar voru fyrir fundinn voru samþykktar og munu þær koma inn á heimasíðu Fjarðar á næstu dögum.
  • Ársreikningar félagsins voru jákvæðir og hafði tekist að snúa tapi síðasta árs upp í rúmlega 70.000 krónu hagnað, voru þeir samþykktri einróma
  • Samþykkt var að stofna þríþrautardeild innan Fjarðar og nefnist hún Fjörður3. Eins og er er aðeins einn keppandi sem hefur keppt reglulega í þríþraut undir merkjum Fjarðar en það er Pálmi Guðlaugsson en þessi íþrótt er mjög ný innan raða fatlaðra íþróttamanna og standa vonir til að fleiri sjái sér fært að prófa þessa skemmtilegu íþróttagrein. Má segja að Pálmi sé að vinna þarna ákveðið frumkvöðlastarf og erum við stolt af því að styðja við hann og að hann vilji keppa undir merkjum Fjarðar.
  • Fundurinn lagði til að allir sem vilji stiðja við bak Fjarðar skrái sig og gerist formlegir félagsmenn. Besta leiðin til þess er að senda tölvupóst á fjordursport@fjordursport.is.
  • Einnig vildi fundurinn benda þeim á sem kaupa Lottó eða getraunaseðil hjá Íslenskum getraunum geta styrkt félagið í leiðinni. Getraunanúmer Fjarðar er 237 og hvetjum við alla til að nota það þegar menn freysta gæfunnar hjá Íslenskum getraunum.
Scroll to Top