22 Íslandsmeistaratitlar og heimsmet hjá Róberti Ísak á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF og SSÍ fóru fram saman um nýliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Fjarðarliðar náðu flottum árangri og náðu samtals í 22 Íslandsmeistaratitla. Róbert Ísak Jónsson og Hjörtur Már Ingvarsson náðu í sex titla hvor, Guðfinnur Karlsson náði í fjóra titla, Ragnar Magnússon þrjá, Tanya Jóhannsdóttir tvo og Aníta Hrafnsdóttir einn. Einnig tók Heiður Björg Egilsdóttir þátt í mótinu og komst fjórum sinnum á pall.

Stærstu tíðindi mótsins verða að teljast að Róbert Ísak synti 400m fjórsund undir gildandi heimsmeti í flokki S14. Róbert Ísak synti á tímanum 4:42,63 og varð í öðru sæti meðal ófatlaðra sundmanna. Einnig setti Róbert Ísak Íslandsmet í 100m flugsundi þegar hann synti í úrslitum á tímanum 59,12 og vann þar til bronsverðlauna meðal ófatlaðra.

Við óskum að sjálfsögðu öllum okkar sundmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Úrslit mótsins má nálgast hér.

Scroll to Top