Íþróttafélagið Fjörður varð um helgina bikarmeistari Íþróttasambands fatlaðra í sundi 14. skiptið í röð. 15 glæsilegir fulltrúar félagsins stóðu sig frábærlega og tryggðu nokkuð öruggan sigur. ÍFR varð í öðru sæti, Ösp í þriðja og Ármann í fjórða. Hópurinn var mjög fjölbreyttur, allt frá sundmönnum að stíga sín fyrstu skref yfir í Paralympics-fara og okkar allra reyndustu sundmenn. Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 400m skriðsundi í flokki S5 en hann synti á 7:51,79 og mætti eigið met um rúmar 13 sekúndur. Hér að neða má sjá nokkrar myndir af iðkendum Fjarðar á mótinu.

Til hamingju Fjarðarliðar!!!