22 Íslandsmeistaratitlar og heimsmet hjá Róberti Ísak á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF og SSÍ fóru fram saman um nýliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Fjarðarliðar náðu flottum árangri og náðu samtals í 22 Íslandsmeistaratitla. Róbert Ísak Jónsson og Hjörtur Már Ingvarsson náðu í sex titla hvor, Guðfinnur Karlsson náði í fjóra titla, Ragnar Magnússon þrjá, Tanya Jóhannsdóttir tvo og Aníta Hrafnsdóttir einn. Einnig tók Heiður Björg Egilsdóttir þátt í mótinu og komst fjórum sinnum á pall.

Stærstu tíðindi mótsins verða að teljast að Róbert Ísak synti 400m fjórsund undir gildandi heimsmeti í flokki S14. Róbert Ísak synti á tímanum 4:42,63 og varð í öðru sæti meðal ófatlaðra sundmanna. Einnig setti Róbert Ísak Íslandsmet í 100m flugsundi þegar hann synti í úrslitum á tímanum 59,12 og vann þar til bronsverðlauna meðal ófatlaðra.

Við óskum að sjálfsögðu öllum okkar sundmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Úrslit mótsins má nálgast hér.

Frábær árangur á Erlingsmótinu – tvö heimsmet

Sundmenn Fjarðar tóku um helgina þátt í Erlingsmótinu í Laugardalslauginni. Frábær árangur náðist og ber þar hæst að Fjarðarliðar syntu tvíveigis undir gildandi heimsmeti. Á laugardeginum synti Guðfinnur Karlsson 800m skriðsund á 11:32,08 og er það undir gildandi heimsmeti í flokki S11, flokki alblindra. Guðfinnur synti á heimsmetstíma á Erlingsmótinu í fyrra en fékk það ekki gilt þar sem hann hafði ekki fengið alþjóðlega flokkun. Nú hefur verið bætt úr því og fær hann þetta heimsmet því vonandi skráð gott og gilt. Á sunnudeginum synti Hjörtur Már Ingvarsson svo undir gildandi heimsmeti í 200m bringusundi í flokki SB4. Hann synti á tímanum 4:32,54 sem er bæting á gildandi heimsmeti um tæpa mínútu. Frábær árangur hjá þeim félögum.

Guðfinnur vann einnig Erlingsbikarinn en þar er keppt í 100m bringusundi þar sem ræst er með forgjöf eftir tímum sem sundmenn eiga.

Aðrir sundmenn stóðu sig einnig frábærlega og nokkrir að fá sín fyrstu verðlaun á sundmóti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins.

IMG_20181014_121459530

IMG_20181014_121604306

IMG_20181014_121702588

IMG_20181014_122320320

IMG_20181014_122549965

IMG_20181014_122838126

IMG_20181014_123010895

IMG_20181014_123029761

IMG_20181014_123039226

IMG_20181013_164334002_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181013_164940638

IMG_20181013_165849803

IMG_20181013_170211617

IMG_20181014_120814767

IMG_20181014_120925933_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181014_121337342


Paralympic dagurinn 29. september

Á morgun, laugardaginn 29. september verður Paralympic dagurinn haldinn hátíðlegur í Laugardalshöll á milli klukkan 13 og 16. Þar verða íþróttir fatlaðra kynntar. Jón Jónsson verður kynnnir og skorar á gesti í hinum ýmsu íþróttagreinum. Atlantsolíubíllinn mætir og býður upp á pylsur og drykki. Við hvetjum alla til að mæta.

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu viðburðarins.

Fjarðarmótið 2018 – úrslit

Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu

Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu

Fjarðarmótið fór fram um helgina og ríkti mikil gleði í Ásvallalaug á laugardaginn. Gleðin hófst á sundsýningu yngstu iðkendanna og komu þar einnig krakkar úr Öspinni og sýndu með Fjarðarkrökkunum. Allir fengu verðlaunapening fyrir og ríkti mikil gleði með það. Sundmótið fór svo í alla staði vel fram og má helst nefna að Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði setti þrjú ný Íslandsmet, í 50m baksundi, 200m baksundi og 100m bringusundi, til hamingju með það Hjörtur.

Á mótinu ákvað félagið einnig að veita Róberti Ísaki Jónssyni silfurmerki félagsins en það má veita fyrir mjög góð afrek í keppni. Róbert Ísak varð á síðasta ári heimsmeistari í 200m fjórsundi í flokki S14.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.