Fréttamolar frá apríl

Freyja_Maggi_LakiUm helgina 14. – 15. apríl fór fram Íslandsmót í boccia. Fjörður senti nokkrar sveitir og stóðu þær sig vel. Freyja, Láki og Maggi spiluðu m.a. hreinan úrslita leik um fyrsta sætið í sínum flokki en þurftu að láta sér silfrið duga. Engu að síður glæsilegur árangur hjá þeim.

Núna um helgina 20. – 22. apríl er í gangi Íslandsmót SSÍ í sundi og er Íslandsmót ÍF keyrt samhliða því. Fjörður var mjög ósáttur við þetta fyrirkomulag enda voru lágmörkin inn á Íslandsmótið mikið strangari en áður hafa verið. Fjörður sendir því aðeins sex keppendur á mótið og margir sárir sem höfðu stefnt á þátttöku á mótinu. Við höfum sent ÍF okkar mótmæli og vonumst til að þetta fyrirkomulag verði ekki notað aftur. Fjarðarliðar fara engu að síður vel af stað og eru byrjaðir að sanka að sér verðlaunum. Guðfinnur Karlsson setti svo nýtt Íslandsmet í 200m baksundi í flokki S11 þegar hann synti á 3:06,61. Til hamingju með þetta Guðfinnur.

Bikarmótið verður haldið 19. maí næstkomandi í Ásvallalaug. Þar eigum við bikar að verja og stefnum á að vinna bikarinn 11. árið í röð. Það má hins vegar búast við harðri keppni enda var keppnin mjög jöfn í fyrra.

Aðalfundur fór fram í síðustu viku

Fimmtudaginn síðasta, 15. mars, fór fram aðalfundur Fjarðar í Ásvallalaug. Fundurinn fór vel fram þó vissulega væri óskandi að fleiri létu sjá sig. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sá um fundarstjórn og kunnum við henni bestu þakkir fyrir það. Helstu tíðindi af fundinum eru þau að Þröstur Erlingsson var kosinn formaður félagsins og tekur hann við af Ólafi Ragnarssyni sem verið hefur formaður síðastliðin þrjú ár. Stjórnin er að öðru leyti óbreytt og mun Ólafur sitja áfram sem óbreyttur stjórnarmaður. Nýja stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta fundi. Tvær litlar lagabreytingar voru einnig samþykktar á fundinum.

Aðalfundarboð!

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn fimmtudaginndaginn 15. mars 2018 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Vegna óveðurs…

Vegna óveðurs í dag 11.1.2018 falla æfingar niður hjá miðhóp (sverðfiskum) klukkan 18:00. Æfingin hjá hákörlum milli 16:00 og 18:00 verður EKKI felld niður en við mælumst þó til að sundmenn og foreldrar meti aðstæður og haldi sem heima ef þeir eru í vafa.