Aðalfundarboð

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 26. mars 2019 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 21:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Blað brotið í sögu ÍF – þrír frá Firði gera samning við ÍF

if-samningar-mars-2019net


Mynd fengin af heimasíðu ÍF / www.ifsport.is

Nýtt blað var brotið í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi í dag þegar Íþróttasamband fatlaðra gerði samninga við fimmtán aðila úr afrekshópi sambandsins. Í fyrsta sinn eru afreksmenn ÍF með virkan samning við sambandið og um leið er þetta metupphæð sem sambandið setur í afreksíþróttafólkið og verkefni þeirra eða rétt tæpar 25 milljónir króna!

Þrír sundmenn úr Firði voru meðal þeirra sem skrifuðu undir slíkan samning í dag, þeir Róbert Ísak Jónsson, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson. Þetta er glæsilegt skref sem Íþróttasamband Fatlaðra stígur í dag og óskum við Róberti Ísak, Hirti og Guðfinni sem og öðrum sem skrifuðu undir slíkan samning innilega til hamingju með það.

Sjá nánar á vef ÍF

Tanya vann Sjómannabikarinn 2019

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í dag 5. janúar 2019. Að vanda eru þar margir sundmenn að taka sín fyrstu sundtök í keppni en aðrir hafa gert þetta áður. Fjörður vann öll verðlaun sem í boði voru í kvennaflokknum. Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir vann Sjómannabikarinn sem afhentur er fyrir stigahæsta sund mótsins en það fékk hún fyrir 50m skriðsund sem hún synti á 39,50s sem skilaði henni 587 stigum. Tanya syndir í flokki S7, flokki hreyfihamlaðra. Þetta er fjórða árið í röð sem sundmaður úr röðum Fjarðar vinnur sjómannabikarinn en Róbert Ísak Jónsson hafði unnið hann þrjú árin á undan. Nú er Róbert Ísak orðinn of gamall fyrir þetta mót, en hann verður 18 ára á árinu, og var honum veittur eignarbikar fyrir afrek sitt.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér að neðan.

IMG_20190105_160935554

IMG_20190105_161027169

IMG_20190105_161245436

IMG_20190105_161840474

IMG_20190105_162045822

IMG_20190105_162219820

IMG_20190105_162418874

IMG_20190105_162644215

IMG_20190105_162819690

IMG_20190105_162935824


Róbert Ísak er Íþróttamaður ársins hjá ÍF

Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF

Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF ifsport.is

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag Róbert Ísak Jónsson sem íþróttamann ársins 2018 úr röðum fatlaðra. Eins og fram hefur komið hér á síðunni er árið búið að vera alveg magnað hjá Róberti Ísak, hann hefur meðal annars unnið tvö silfur á Evrópumeistaramótinu, fjóra Norðurlandameistaratitla, 14 Íslandsmeistaratitla, setti 18 Íslandsmet, heims- og Evrópumet auk þess að verða bikarmeistari í sundi, bæði með SH og Firði. Róbert Ísak er í fríi með fjölskyldu sinni á Spáni og því var það amma hans, Vilborg Matthíasdóttir sem tók við verðlaununum. Róbert Ísak sagði í viðtali í gegnum skype að á árinu 2019 ætlaði hann að „synda vel, vera góður og rústa þessu“. Við höfum að sjálfsögðu fulla trú á því að hann muni gera það. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR var valin íþróttakona ársins hjá ÍF. Til hamingju Róbert Ísak og Bergrún Ósk.