Róbert Ísak með brons á Evrópumótinu

Róbert Ísak Jónsson er þessa dagana að gera góða hluti á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem er haldið á Madeira í Portúgal þessa dagana. Meðal þess sem Róbert hefur afrekað á þessu móti er:

  • 5. sæti í 200m skriðsundi.
  • Tvö Íslandsmet í 100m baksundi þar sem hann bætti ríkjandi Íslandsmet um tæpar tvær sekúndur. Það skilaði honum í 7. sæti í úrslitum.
  • 9. sæti (6. í Evrópu) í 100m bringusundi.
  • Brons í 200m fjórsundi þar sem hann synti alveg við sinn besta tíma.

Frábær árangur hjá Róberti sem auk þess að keppa í sundi fagnaði 20. afmælisdegi sínum í Portúgal. Til hamingju með árangurinn og stórafmælið Róbert Ísak.


Mynd: Sandra Hraunfjörð

Aðalfundarboð

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn 2021

Góðan daginn og gleðilegt ár.
Það er búið að opna fyrir skráningu inn á mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ eða inni á https://ibh.felog.is svo hægt er að byrja að skrá á námskeið. Ath. passa upp á að skrá rétt í flokka hvers iðkanda því ekki er hægt að breyta skráningu í flokk eftir á, og greiða þarf það gjald eða fá endurgreitt eftir að námskeið hefur verið að fullu greitt.

Einnig viljum við benda þeim sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk að nýta sér það. Sjá má nánar um það og kanna hvort þú hafir rétt á því inni á island.is

Fjarðarmótinu frestað

Vegna ástandsins í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Fjarðarmótinu um óákveðinn tíma. Reynt verður að finna nýja dagsetningu fyrir mótið síðar í vetur. 
Við vonum að þið sýnið þessu skilning.
Íþróttafélagið Fjörður