Fjarðarmótið 2018 – úrslit

Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu

Stoltir krakkar að lokinni sundsýningu

Fjarðarmótið fór fram um helgina og ríkti mikil gleði í Ásvallalaug á laugardaginn. Gleðin hófst á sundsýningu yngstu iðkendanna og komu þar einnig krakkar úr Öspinni og sýndu með Fjarðarkrökkunum. Allir fengu verðlaunapening fyrir og ríkti mikil gleði með það. Sundmótið fór svo í alla staði vel fram og má helst nefna að Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði setti þrjú ný Íslandsmet, í 50m baksundi, 200m baksundi og 100m bringusundi, til hamingju með það Hjörtur.

Á mótinu ákvað félagið einnig að veita Róberti Ísaki Jónssyni silfurmerki félagsins en það má veita fyrir mjög góð afrek í keppni. Róbert Ísak varð á síðasta ári heimsmeistari í 200m fjórsundi í flokki S14.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Fjarðarmótið 2018 fer fram 15. september

Fjarðarmótið 2018 mun fara fram í Ásvallalaug laugardaginn 15. september. Það hefst með sundsýningu yngstu iðkendenna klukkan 10:30. Upphitun fyrir mótið hefst svo klukkan 12:00 og mótið sjálft klukkan 13:00. Keppt verður í eftirfarandi greinum:

50m skriðsund
50m bringusund
50m baksund
50m flugsund
100m skriðsund
100m bringusund
100m baksund
100m flugsund
100m fjórsund
blandað, 4 x 50m skriðsund.

Skráningargögn verða send út á næstu dögum.

Sundæfingar byrja aftur eftir sumarfrí

Nú fara sundæfingar að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Hákarlar og garpar (elsti hópurinn) byrja miðvikudaginn 22. ágúst, Sverðfiskar (miðhópur) byrja fimmtudaginn 23. ágúst og Höfrungar (minnsti hópurinn) byrja mánudaginn 27. ágúst. Allir æfingatímar eru óbreyttir frá síðasta tímabili. Eina breytingin er að allar æfingar miðhópsins verða í Ásvallalaug þannig að það verður engin æfing í Lækjarskóla. Stefnt er svo að því að hefja boccia æfingar 5. september.

Fjörður bikarmeistari 11. árið í röð

Fjörður varð í dag bikarmeistari ÍF í sundi 11. árið í röð eftir æsispennandi keppni við ÍFR sem lenti í öðru sæti. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta sundi og mundaði einungis 128 stigum. Fjörður hlaut 13.488 stig en ÍFR 13.360. Íþróttafélagið Nes frá Reykjanesbæ lenti í þriðja sæti með 4.842 stig og Ösp í fjórða sæti með 2.179 stig. Mótið fór fram í dag á heimavelli okkar í Ásvallalaug. Fyrirliðar voru Ragnar Ingi Magnússon og Tanya Jóhannsdóttir. Margir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og ljóst að framtíðin er björt.

Til hamingju allir Fjarðarliðar.

IMG_20180519_125204091_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_125459228

IMG_20180519_125202910_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_124450965

IMG_20180519_125334679

IMG_20180519_125317997

IMG_20180519_125528390