Róbert Ísak handhafi sjómannabikarsins þriðja árið í röð

nyarsmot_2018_robert_isak2Nýársmót ÍF fór fram um helgina og stóðu Fjarðarliðar sig að vanda vel. Nýársmótið er fyrir börn 17 ára og yngir og að vanda er fjöldi sundmanna að stíga sín fyrstu skref og ljóst er að framtíðin er björt. Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta afrek mótsins og Róbert Ísak Jónsson frá Firði vann hann þriðja árið í röð, að þessu sinni fyrir 50m flugsund en Róbert Ísak synti greinina á 28,62s og fékk fyrir það 735 stig en stigin eru reiknuð út út frá núverandi heimsmeti í greininni í viðeigandi fötlunarflokki þar sem heimsmetið telur sem 1000 stig. Róbert Ísak sigraði í öllum fjórum greinunum sem hann synti í.

Auk Róberts Ísaks stóðu aðrir sundmenn Fjarðar sig vel, helsta má telja Tanyu Jóhannsdóttur sem sigraði í tveimur greinum og Sigríði Anítu Rögnvaldsdóttur sem fékk þrenn silfurverðlaun.

Úrslit mótsins má sjá hér og nokkrar myndir af verðlaunaafhendingu mótsins má sjá hér að neðan.

nyarsmot_2018_robert_isak

nyarsmot_2018_victoria_katrin

nyarsmot_2018_tanya_sigga

nyarsmot_2018_robert_isak3

Breyttur æfingatími hjá miðhóp (Sverðfiskum)

Ákveðið hefur verið að breyta æfingatímum hjá miðhópnun (Sverðfiskum) nú árið 2018. Þeim hóp hefur staðið til boða að mæta þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 18:00-19:00. Mæting á föstudögum hefur verið mjög dræm og hefur því verið tekin ákvörðun um að fella þá æfingu niður en að bjóða þeim að mæta með Hákörlum á laugardögum klukkan 10:00-12:00. Við vonum að þetta muni falla vel í kramið og að jafnvel fleiri sjái sér fært að mæta á laugardagsæfinguna heldur en hafa verið að mæta á föstudögum. Þessi breyting mun strax taka gildi og því verður EKKI æfing hjá miðhópnum föstudaginn 5. janúar klukkan 18:00.

Róbert Ísak Jónsson íþróttamaður Hafnarfjarðar 2017

robert_isak3Róbert Ísak Jónsson hefur verið útnefndur íþróttamaður Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Þetta kórónar algerlega frábært ár hjá Róberti sem er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari, varð stigahæsti sundmaður í ungmennaflokki á Norðurlandamótinu, setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu og lauk árinu svo með Heimsmeistaratitli á Heimsmeistaramótinu í sundi fatlaðra í Mexíkó. Við óskum Róberti að sjálfsögðu innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu sem var veitt á Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar.

Fleiri sundmenn Fjaðar fengu einnig viðurkenningar en allir Íslands- og Norðurlandameistarar fengu viðurkennignu frá bænum auk þess sem fyrirliðiarnir Elsa Sigvaldadóttir og Sandra Lind Valgeirsdóttir tóku við viðurkenningu frá bænum fyrir bikarmeistaratitilinn sem Fjörður vann 10. árið í röð á árinu. Þar að auki var Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir tilnefnd sem ein þeirra 11 sem komu til greina sem íþróttakona Hafnarfjarðar 2017. Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir sem Ólafur Ragnarson, formaður Fjarðar tók á samkomunni.

nordurlandameistararnir

robert_isak

robert_isak2

sandra_og_elsa

nordurlandameistararnir2


Róbert Ísak með silfur og Íslandsmet í 100m baksundi

Róbert Ísak Jónsson heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó. Í nótt náði hann sér í enn ein verðlaunin þegar hann kom annar í mark í 100m baksundi í flokki S14 á tímanum 1:06,99 sem er nýtt Íslandsmet. Gamla metið sem var 1:07,81 átti Róbert Ísak sjálfur, sett í Sheffield fyrr á árinu. Frábær árangur hjá Róbert Ísak í enn einu sundinu og óskum við honum að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn. Áhugasamir geta séð úrslitasundið hér. Í fyrradag keppti Róbert Ísak í 200m metra skriðsundi þar sem hann varð fjórði. Síðar í dag syndir Róbert Ísak svo síðasta sundið sitt á mótinu þegar hann keppir í 100m flugsundi.