Guðfinnur með Íslandsmet á Extramóti SH

Nokkrir fræknir sundmenn Fjarðar tóku um síðastliðna helgi þátt í Extramóti SH í Ásvallalaug. Helst bera að geta að Guðfinnur Karlsson setti á mótinu glæsilegt Íslandsmet í 800m skriðsundi í flokki S11 sem er flokkur alblindra en hann synti sundið á tímanum 11:36,21. Við óskum Guðfinni að sjálfsögðu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Framundan er nóg um að vera hjá sundmönnunum okkar því um næstu helgi fer fram Erlingsmótið í Laugardalslauginni og mun Fjörður mæta með stóran og glæsilegan hóp á mótið. Tveimur vikum síðar fer svo fram Íslandsmótið í 25m laug og einni viku síðar verður Norðurlandamótið haldið í Ásvallalaug. Nokkrir sundmenn Fjarðar munu taka þátt á því.

Dagskrá vetrarins 2017-2018

Á fundinum þriðjudaginn síðasta 10. október fórum við með Hallgrími Harðarsyni, yfirþjálfara, yfir dagskrá vetrarins sem framundan er. Við hyggjumst taka þátt í eftirfarandi sundmótum:

2017
15. okt.: Fjarðarmótið, 25m Ásvallalaug
28. – 29. okt.: SH extramót, 25m Ásvallalaug
4. – 5. nóv.: Erlingsmótið, 25m laugardalslaug
18. – 19. nóv.: Íslandsmeistarmót ÍF í 25m
25. – 26. nóv.: Norðurlandamót fatlaðra, Ásvallalaug
27. nóv. – 7. des.: HM fatlaðra í sundi
9. des.: Jólamót SH
2018
6. jan: Nýársmót fatlaðra fyrir 17 ára og yngri
9. – 11. jan.: KR mót
8. – 11. feb.: Malmö Open
Mars – apríl: Asparmótið (dagsetning ekki ákveðin)
7. – 8.: apr.: – Ásvallamót SH Ásvallalaug
Apríl: Íslandsmeistaramót ÍF í 50m
Maí – júní: Bikarmótið

Fjarðarmótið, Erlingsmótið og Asparmótið eru fyrir alla þátttakendur, Nýársmótið er fyrir 17 ára og yngri en önnur mót eru fyrir þá sem eru lengra komnir.

Athygli er vakin á að Íþróttafélagið Fjörður sér ekki um að fara á Malmö Open heldur er sú ferð farin á vegum foreldra og sjá þeir sjálfir um að semja við þjálfara til að fylgja þátttakendum á mótið. Fyrir áhugasama bendum við á að skrá sig í þennan hóp á Facebook en þar er hægt að ræða saman um þátttökuna á Malmö Open 2018.

Á fundinum var einnig tilkynnt að Hildur Sigþórsdóttir muni koma til með að aðstoða Gunnar Pétur Harðarson við þjálfun yngsta hópsnins.