Íslandsmót SSÍ og ÍF hófst í morgun og fór vel af stað. Fjörður á 7 sundmenn á mótinu og náðu allir sér í að minnsta kosti einn Íslandsmeistaratitil á fyrsta hluta mótsins.
- Guðfinnur Karlsson varð Íslandsmeistari í flokki S11 í 400m skriðsundi og 100m bringusundi
- Róbert Ísak Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m flugsundi og 50m skriðsundi og synti sig inn í úrslit ófatlaðra í 100m flugsundi
- Ragnar Ingi Magnússon varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m fjórsundi
- Anna Rósa Þrastardóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 400m skriðsundi
- Herdís Rut Guðbjartsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 50m skriðsundi
- Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S4-S7 í 50m skriðsundi
- Hjörtur Már Ingvarsson vaðr Íslandsmeistari í flokki S5 í 50m skriðsundi
Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar innilega til hamingju með þennan flotta árangur og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. Mótið heldur áfram á morgun, laugardag og sunnudag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á fyrsta hluta mótsins.
- Herdís Rut varð í öðru sæti í 100m fjórsundi.
- Ragnar Ingi með gull í 100m fjórsundi.
- Guðfinnur með gull fyrir 400m skriðsund.
- Anna Rósa með gull fyrir 400m skriðsund.
- Herdís með silfur og Anna Rósa með brons fyrir 50m baksund.
- Róbert Ísak með gull fyrir 100m flugsund.
- Herdís með gull og Anna Rósa silfur fyrir 50m skriðsund.
- Tanya með gull fyrir 50m skriðsund.
- Róbert Ísak með gull og Ragnar Ingi með silfur í 50m skriðsundi
- Hjörtur með gull í 50m skriðsundi
- Allur hópurinn ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum.