Róbert Ísak er Best Male Junior athlete á World Series mótaröðinni

44057197_1789717934470262_7115447533026934784_nVegna mistaka á Opna breska meistaramótinu í Sheffield fyrr á árinu þá skiluðu þau stig sér ekki í kerfið hjá IPC. Eftir að það var leiðrétt kom í ljós að Róbert Ísak Jónsson hefði með réttu átt að fá verðlaunin „Best Male Junior athlete“ á World Series mótaröðinni og mun hann fá þau verðlaun afhent á næsta alþjóðlega móti sem hann tekur þátt í. Þetta kórónar aldeilis frábært ár hjá Róberti Ísak en á árinu hefur hann meðal annars:

  • sett heims- og Evrópumet í 400m fjórsundi í flokki S14
  • sett 18 Íslandsmet
  • unnið 14 Íslandsmeistaratitla
  • er tvöfaldur bikarmeistari í sundi
  • fengið tvenn silfurverðlaun á Evrópumóti fatlaðra í sundi
  • unnið Sjómannabikarinn á Nýársmóti ÍF þriðja árið í röðRóbert Ísak er að sjálfsögðu ekki eini íþróttamaður Fjarðar sem hefur gert góða hluti á árinu en auk Róberts hafa Tanya Jóhannsdóttir, Guðfinnur Karlsson, Hjörtur Már Ingvarsson, Ragnar Ingi Magnússon og Aníta Ósk Hrafnsdóttir unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu. Hjörtur Már og Guðfinnur hafa báðir synt undir gildandi heimsmetum í sínum flokkum, Hjörtur Már í 200m bringusundi í flokki SB4 og Guðfinnur í 800m skriðsundi í flokki S11. Í byrjun desember munu svo fulltrúar Fjarðar taka þátt á Norðurlandamótinu í Finnlandi og gefst þar tækifæri til að bæta fleiri verðlaunum við safnið. Þar að auki varð Fjörður bikarmeistari ÍF í sundi 11. árið í röð, fyrirliðar voru Tanya Jóhannsdóttir og Ragnar Ingi Magnússon.

Fjörður óskar að sjálfsögðu öllum þessum frábæru íþróttamönnum til hamingju með glæsilegan árangur og hlakkar til að fylgjast með þeim á komandi árum.

Jólamót Fjarðar í boccia 2018

Jólamót Fjarðar í boccia fór fram nýliðna helgi. 14 keppendur voru skráðir til leiks og hafa oft verið fleiri en veður og veikindi höfðu nokkur áhrif. Glæsileg tilþrif sáust og gleðin var ríkjandi. Svo fór að Einar Kr. Jónsson stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð, Jón Hrafnkell Árnason (Nonni) varð í öðru sæti, Svavar Halldórsson í þriðja sæti og Bjarki Þórhallsson í því fjórða. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sá um dómgæslu og Markó merki gáfu verðlaun og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

22 Íslandsmeistaratitlar og heimsmet hjá Róberti Ísak á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF og SSÍ fóru fram saman um nýliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Fjarðarliðar náðu flottum árangri og náðu samtals í 22 Íslandsmeistaratitla. Róbert Ísak Jónsson og Hjörtur Már Ingvarsson náðu í sex titla hvor, Guðfinnur Karlsson náði í fjóra titla, Ragnar Magnússon þrjá, Tanya Jóhannsdóttir tvo og Aníta Hrafnsdóttir einn. Einnig tók Heiður Björg Egilsdóttir þátt í mótinu og komst fjórum sinnum á pall.

Stærstu tíðindi mótsins verða að teljast að Róbert Ísak synti 400m fjórsund undir gildandi heimsmeti í flokki S14. Róbert Ísak synti á tímanum 4:42,63 og varð í öðru sæti meðal ófatlaðra sundmanna. Einnig setti Róbert Ísak Íslandsmet í 100m flugsundi þegar hann synti í úrslitum á tímanum 59,12 og vann þar til bronsverðlauna meðal ófatlaðra.

Við óskum að sjálfsögðu öllum okkar sundmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Úrslit mótsins má nálgast hér.

Frábær árangur á Erlingsmótinu – tvö heimsmet

Sundmenn Fjarðar tóku um helgina þátt í Erlingsmótinu í Laugardalslauginni. Frábær árangur náðist og ber þar hæst að Fjarðarliðar syntu tvíveigis undir gildandi heimsmeti. Á laugardeginum synti Guðfinnur Karlsson 800m skriðsund á 11:32,08 og er það undir gildandi heimsmeti í flokki S11, flokki alblindra. Guðfinnur synti á heimsmetstíma á Erlingsmótinu í fyrra en fékk það ekki gilt þar sem hann hafði ekki fengið alþjóðlega flokkun. Nú hefur verið bætt úr því og fær hann þetta heimsmet því vonandi skráð gott og gilt. Á sunnudeginum synti Hjörtur Már Ingvarsson svo undir gildandi heimsmeti í 200m bringusundi í flokki SB4. Hann synti á tímanum 4:32,54 sem er bæting á gildandi heimsmeti um tæpa mínútu. Frábær árangur hjá þeim félögum.

Guðfinnur vann einnig Erlingsbikarinn en þar er keppt í 100m bringusundi þar sem ræst er með forgjöf eftir tímum sem sundmenn eiga.

Aðrir sundmenn stóðu sig einnig frábærlega og nokkrir að fá sín fyrstu verðlaun á sundmóti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins.

IMG_20181014_121459530

IMG_20181014_121604306

IMG_20181014_121702588

IMG_20181014_122320320

IMG_20181014_122549965

IMG_20181014_122838126

IMG_20181014_123010895

IMG_20181014_123029761

IMG_20181014_123039226

IMG_20181013_164334002_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181013_164940638

IMG_20181013_165849803

IMG_20181013_170211617

IMG_20181014_120814767

IMG_20181014_120925933_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181014_121337342