Fjörður bikarmeistari 11. árið í röð

Fjörður varð í dag bikarmeistari ÍF í sundi 11. árið í röð eftir æsispennandi keppni við ÍFR sem lenti í öðru sæti. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta sundi og mundaði einungis 128 stigum. Fjörður hlaut 13.488 stig en ÍFR 13.360. Íþróttafélagið Nes frá Reykjanesbæ lenti í þriðja sæti með 4.842 stig og Ösp í fjórða sæti með 2.179 stig. Mótið fór fram í dag á heimavelli okkar í Ásvallalaug. Fyrirliðar voru Ragnar Ingi Magnússon og Tanya Jóhannsdóttir. Margir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og ljóst að framtíðin er björt.

Til hamingju allir Fjarðarliðar.

IMG_20180519_125204091_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_125459228

IMG_20180519_125202910_BURST000_COVER_TOP

IMG_20180519_124450965

IMG_20180519_125334679

IMG_20180519_125317997

IMG_20180519_125528390


Fjörður með 12 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótinu í 50m laug

Sex sundmenn frá Firði tóku þátt á Íslandsmótinu í 50m laug um nýliðna helgi og fóru þeir heim með 12 Íslandsmeistaratitla og eitt Íslandsmet. Róbert Ísak Jónsson var atkvæðamestur og vann allar sínar 7 greinar en einnig urðu Tanya Jóhannsdóttir, Guðfinnur Karlsson og Ragnar Magnússon Íslandsmeistarar á mótinu. Guðfinnur setti einnig Íslandsmet í 200m baksundi. Hjörtur Már Ingvarsson og Sigríður Aníta Rögnvaldsdóttir tóku einnig þátt í mótinu og stóðu sig vel. Sannarlega glæsilegur árangur og óskum við þessum flottu sundmönnum okkar til hamingju með árangurinn.

Fjörður hefur gagnrýnt fyrirkomulagið á mótinu en lágmörk voru hert verulega og því voru aðeins um 20 þátttakendur á mótinu og teljum við það ekki íþróttum fatlaðra til framdráttar. Enda hefur það sýnt sig að fjölmiðlaumfjöllun um mótið hefur verið lítil sem engin.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Fréttamolar frá apríl

Freyja_Maggi_LakiUm helgina 14. – 15. apríl fór fram Íslandsmót í boccia. Fjörður senti nokkrar sveitir og stóðu þær sig vel. Freyja, Láki og Maggi spiluðu m.a. hreinan úrslita leik um fyrsta sætið í sínum flokki en þurftu að láta sér silfrið duga. Engu að síður glæsilegur árangur hjá þeim.

Núna um helgina 20. – 22. apríl er í gangi Íslandsmót SSÍ í sundi og er Íslandsmót ÍF keyrt samhliða því. Fjörður var mjög ósáttur við þetta fyrirkomulag enda voru lágmörkin inn á Íslandsmótið mikið strangari en áður hafa verið. Fjörður sendir því aðeins sex keppendur á mótið og margir sárir sem höfðu stefnt á þátttöku á mótinu. Við höfum sent ÍF okkar mótmæli og vonumst til að þetta fyrirkomulag verði ekki notað aftur. Fjarðarliðar fara engu að síður vel af stað og eru byrjaðir að sanka að sér verðlaunum. Guðfinnur Karlsson setti svo nýtt Íslandsmet í 200m baksundi í flokki S11 þegar hann synti á 3:06,61. Til hamingju með þetta Guðfinnur.

Bikarmótið verður haldið 19. maí næstkomandi í Ásvallalaug. Þar eigum við bikar að verja og stefnum á að vinna bikarinn 11. árið í röð. Það má hins vegar búast við harðri keppni enda var keppnin mjög jöfn í fyrra.

Aðalfundur fór fram í síðustu viku

Fimmtudaginn síðasta, 15. mars, fór fram aðalfundur Fjarðar í Ásvallalaug. Fundurinn fór vel fram þó vissulega væri óskandi að fleiri létu sjá sig. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sá um fundarstjórn og kunnum við henni bestu þakkir fyrir það. Helstu tíðindi af fundinum eru þau að Þröstur Erlingsson var kosinn formaður félagsins og tekur hann við af Ólafi Ragnarssyni sem verið hefur formaður síðastliðin þrjú ár. Stjórnin er að öðru leyti óbreytt og mun Ólafur sitja áfram sem óbreyttur stjórnarmaður. Nýja stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta fundi. Tvær litlar lagabreytingar voru einnig samþykktar á fundinum.