Íþróttafélagið fjörður varð um helgina bikarmeistari 13 árið í röð á Flokka- og bikarmóti ÍF í sundi. Í þetta skiptið var sigurinn nokkuð öruggur, Fjörður hlaut 707 stig en ÍFR sem lenti í öðru sæti fékk 340 stig og Ösp varð í þriðja sæti með 192 stig. Alls syntu tólf glæsilegir sundmenn á mótinu fyrir Fjörð og allir lögðust á eitt og landaði bikarnum glæsilega eina ferðina enn. Margir urðu flokkameistarar í sínum fötlunarflokki og óskum við þeim innilega til hamingju. Margir voru að bæta sig verulega og aðrir nýttu þetta mót sem undirbúning undir HM sem verður haldið á Madeira í júní. Hópurinn hittist svo að móti loknu og gæddu sér á pizzu og var glatt á hjalla. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af mótinu og fagnaðarlátum Fjarðarliða.