Æfingar eru nú komnar á fullt í sundi og boccia og hægt er að ganga frá skráningu. Það er nú gert á nýjan hátt í gegnu Sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/fjordur. Í þetta skiptið er ekki hægt að greiða með kreditkorti heldur eingöngu með greiðsluseðli í heimabanka en hægt er að skipta greiðslum. Eftir áramót væntum við þess að einnig verði hægt að greiða með kreditkorti. Við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst. Til þess að fullnýta frístundastyrkinn frá Hafnarfjarðarbæ þarf að ganga frá skráningu í september. 

Sú nýjung mun byrja hjá okkur í október að hægt verður að æfa Frjálsar íþróttir hjá Firði. Æfingar munu verða þrisvar í viku í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika, þriðjudaga og fimmtudaga kukkan 17:00 – 18:30 og laugardaga klukkan 10:30 – 12:00. Þjálfari verður Gunnar Pétur Harðarson en hann hefur áður þjálfað sund hjá Firði og hefur þjálfað frjálsar hjá ÍFR og Ösp í nokkur ár. Við hvetjum alla til að prófa að mæta á æfingar í frjálsum.