Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að koma í mark í 100m flugsundi í sjötta sæti á Paralympic leikunum í Tokyo. Hann kom í mark á tímanum 58,06 sem er nýtt Íslandsmet og bæting á Íslandsmetinu sem hann setti í undanrásum í nótt. Ekki nóg með að hann hafi bætt Íslandsmetið í 100m flugsundi heldur var millitíminn einnig bæting á Íslandsmetinu í 50m flugsundi. Róbert Ísak kom inn á leikana með 13. besta tímann, varð svo sjöundi í undanrásum á nýju Íslandsmeti og tryggði sig inn í úrslitasundið. Í úrslitunum gerði hann svo enn betur og varð sjötti. Frábær árangur hjá Róbert Ísaki og óskum við honum innilega til hamingju.

Í öðrum fréttum er það helst að æfingar í sundi eru hafnar í Höfrungahóp og Hákarlahóp en Sílin hefja æfingar 30. ágúst. Æfingatímarnir eru eftirfarandi:

Hákarlar:
Mánudagar – föstudagar: 16:00 – 18:00
Laugardagar: 9:00 – 11:30

Höfrungar:
Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar: 18:00 – 19:00

Síli:
Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 17:00 – 18:00

Allar æfingar fara fram í Ásvallalaug.