Það var glæsileg 10 manna sveit Fjarðar sem lagði land undir fót og hélt til Ísafjarðar til að taka þátt í Íslandsmeistarmóti ÍF í einliðaleik í boccia. Keppendur stóðu sig allir með sóma, fimm þeirra komust áfram í næstu umferð og tveir Fjarðarliðar unnu til gullverðlauna, Ragnar Björnsson vann gull í 5. deild og Guðrún Ólafsdóttir vann gull í 1. deild og er því Íslandsmeistari í einliðaleik í boccia. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur Guðrún og Raggi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af okkar fólki á mótinu og í ferðalaginu.
- Allir 10 keppendur Fjarðar
- Keppendur Fjarðar ásamt Völu þjálfara og Guðlaugi pabba Dodda
- Guðmundur Stefán og Birna Rós
- Guðrún Íslandsmeistari
- Guðrún og Ingibjörg kepptu í 1. deild
- Guðrún og Raggi með gullverðlaunin
- Hlynur og Doddi
- Maggi og Svavar
- Raggi á verðlaunapalli
- Raggi og Kristín Ágústa
- Verðlaunahafar