Fjarðarmótið fór fram um nýliðna helgi og fór í alla staði vel fram. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á sundmótum og mikið var um bætingar og einhverjir sem náðu í lágmark fyrir Íslandsmót. Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 400 m skriðsundi í flokki S5 þegar hann synti á tímanum 6:47,33. Við þökkum að sjálfsögðu öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum fyrir frábært starf, svona mót yrði ekki haldið nema fjöldi manns bjóði fram sína aðstoð.

Öll úrslit í mótinu má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingum á mótinu má sjá hér að neðan.