Mynd fengin af facebook síðu Róberts Ísaks

Mynd fengin af facebook síðu Róberts Ísaks


Róbert Ísak Jónsson tók um helgina þátt á opna ítalska meistarmótinu og stóð sig að vanda geysilega vel. Hann vann til tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Einnig setti hann nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S14 þegar hann synti á 1:06,49. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Róberti sem undirbýr sig af krafti undir Paralympics leikana í Tokyo 2020 en fylgjast má með framgangi hans á Facebook síðu hans og hvetjum við alla til að líka við síðuna hans.