Fjörður hélt uppskeruhátíð sína þriðjudaginn síðastliðinn 4. júní. Þar fá allir iðkendur viðurkennningu fyrir veturinn og þeir sem skara fram úr fá aukaverðlaun. Við breyttum svo aðeins út af vananum og skellutm upp pylsupartýi í stað hefðbundna kökuhlaðborðsins. Myllan gaf okkur pylusbrauðin og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Róbert Ísak Jónsson og Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir voru valinn íþróttamaður og íþróttakona Fjarðar. Að vanda var það góðvinur félagsins, Gissur Guðmundsson sem gaf bikarana. Kristrún Helga, fyrir sund, og Hlynur, fyrir boccia, fengu svo hvatningarbikarana þetta árið. Nokkrar myndir frá hátíðinni má sjá hér að neðan.