Róbert Ísak Jónsson / Mynd af Facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson / Mynd af Facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra

Við sögðum frá því fyrir helgi að Róbert Ísak Jónsson hefði orðið tvöfaldur Norðurlandameistari. Hann gerði svo enn betur um helgina og bætti tveimur titlum í safnið og er því fjórfaldur Norðurlandameistari fatlaðra 2018. Á laugardaginn varð hann fyrstur í 100m flugsundi á tímanum 59,65. Hann lauk svo mótinu með því að sigra í 200m fjórsundi á tímanum 2:14,92. Algerlega frábær árangur hjá Róberti Ísak og óskum við honum innilega til hamingju. Tanya Jóhannsdóttir og Heiður Björg Egilsdóttir syntu í úrslitum í 50m skriðsundi og urðu jafnar í 6. sæti. Guðfinnur Karlsson var svo síðastur Íslendinga til að synda á mótinu þegar hann varð fjórði í 400m skriðsundi á tímanum 5:32,86.
Til hamingju allir með flott Norðurlandamót.

Öll úrslit í mótinu má svo nálgast hér.