Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF

Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF ifsport.is

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag Róbert Ísak Jónsson sem íþróttamann ársins 2018 úr röðum fatlaðra. Eins og fram hefur komið hér á síðunni er árið búið að vera alveg magnað hjá Róberti Ísak, hann hefur meðal annars unnið tvö silfur á Evrópumeistaramótinu, fjóra Norðurlandameistaratitla, 14 Íslandsmeistaratitla, setti 18 Íslandsmet, heims- og Evrópumet auk þess að verða bikarmeistari í sundi, bæði með SH og Firði. Róbert Ísak er í fríi með fjölskyldu sinni á Spáni og því var það amma hans, Vilborg Matthíasdóttir sem tók við verðlaununum. Róbert Ísak sagði í viðtali í gegnum skype að á árinu 2019 ætlaði hann að „synda vel, vera góður og rústa þessu“. Við höfum að sjálfsögðu fulla trú á því að hann muni gera það. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR var valin íþróttakona ársins hjá ÍF. Til hamingju Róbert Ísak og Bergrún Ósk.