Freyja_Maggi_LakiUm helgina 14. – 15. apríl fór fram Íslandsmót í boccia. Fjörður senti nokkrar sveitir og stóðu þær sig vel. Freyja, Láki og Maggi spiluðu m.a. hreinan úrslita leik um fyrsta sætið í sínum flokki en þurftu að láta sér silfrið duga. Engu að síður glæsilegur árangur hjá þeim.

Núna um helgina 20. – 22. apríl er í gangi Íslandsmót SSÍ í sundi og er Íslandsmót ÍF keyrt samhliða því. Fjörður var mjög ósáttur við þetta fyrirkomulag enda voru lágmörkin inn á Íslandsmótið mikið strangari en áður hafa verið. Fjörður sendir því aðeins sex keppendur á mótið og margir sárir sem höfðu stefnt á þátttöku á mótinu. Við höfum sent ÍF okkar mótmæli og vonumst til að þetta fyrirkomulag verði ekki notað aftur. Fjarðarliðar fara engu að síður vel af stað og eru byrjaðir að sanka að sér verðlaunum. Guðfinnur Karlsson setti svo nýtt Íslandsmet í 200m baksundi í flokki S11 þegar hann synti á 3:06,61. Til hamingju með þetta Guðfinnur.

Bikarmótið verður haldið 19. maí næstkomandi í Ásvallalaug. Þar eigum við bikar að verja og stefnum á að vinna bikarinn 11. árið í röð. Það má hins vegar búast við harðri keppni enda var keppnin mjög jöfn í fyrra.