Róbert Ísak ásamt föður sínum í Mexíkó (Mynd Sandra Hraunfjörð).

Róbert Ísak ásamt föður sínum í Mexíkó (Mynd Sandra Hraunfjörð).

Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson vann um helgina silfur í 100m bringusundi í flokki S14 á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fer fram í Mexíkó þessa dagana. Róbert synti á 1:13,65 en Norðmaðurinn Adam Ismael Wenham tók gullið. Þess má geta að Róbert Ísak er aðeins sextán ára og á því framtíðina fyrir sér. Róbert Ísak á eftir að keppa í fjórum greinum til viðbótar en dagskráin er eftirfarandi:

  • 4. desember, 200m fjórsund
  • 5. desember, 200m skriðsund
  • 6. desember, 100m baksund
  • 7. desember, 100m flugsund

Áhugasamir geta fylgst með árangri Róberts Ísaks hér. Til hamingju Róbert Ísak.

Um helgina 24. – 26. nóvember fór fram Norðurlandamót fatlaðra í sundi í Ásvallalaug. Þar voru að sjálfsögðu nokkrir sundmenn frá Firði og náðu þeir frábærum árangri. Helst má telja að Róbert Ísak Jónsson varð stigahæsti karlmaður mótsins í ungmennaflokki og Guðfinnur Karlsson setti Íslandsmet í 50m baksundi í flokki S11 þegar hann synti á 38,55s. Að auki unnu Fjarðarmenn nokkra Norðurlandatitla, bæði í einstaklingsgreinum og boðsundum, og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.