Fjarðarmótið 2017 fer fram í Ásvallalaug sunnudaginn, 15. október næstkomandi. Mótið hefst með sundsýningu yngstu iðkenda klukkan 11:00. Upphitun keppenda hefst klukkan 12:00 og mótið sjálft hefst klukkan 13:00. Mótið er IPC mót sem þýðir að þau Íslandsmet sem sett eru á mótinu eru gild. Iðkendur Fjarðar þurfa að vera búnir að ganga frá skráningu í félagið til að öðlast þátttökurétt og hvetjum við alla til að ganga frá því sem fyrst. Til að ganga frá skráningu veljið þið viðeigandi flipa undir „Skráning“ hér að ofan.