Tanya vann Sjómannabikarinn 2019

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í dag 5. janúar 2019. Að vanda eru þar margir sundmenn að taka sín fyrstu sundtök í keppni en aðrir hafa gert þetta áður. Fjörður vann öll verðlaun sem í boði voru í kvennaflokknum. Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir vann Sjómannabikarinn sem afhentur er fyrir stigahæsta sund mótsins en það fékk hún fyrir 50m skriðsund sem hún synti á 39,50s sem skilaði henni 587 stigum. Tanya syndir í flokki S7, flokki hreyfihamlaðra. Þetta er fjórða árið í röð sem sundmaður úr röðum Fjarðar vinnur sjómannabikarinn en Róbert Ísak Jónsson hafði unnið hann þrjú árin á undan. Nú er Róbert Ísak orðinn of gamall fyrir þetta mót, en hann verður 18 ára á árinu, og var honum veittur eignarbikar fyrir afrek sitt.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér að neðan.

IMG_20190105_160935554

IMG_20190105_161027169

IMG_20190105_161245436

IMG_20190105_161840474

IMG_20190105_162045822

IMG_20190105_162219820

IMG_20190105_162418874

IMG_20190105_162644215

IMG_20190105_162819690

IMG_20190105_162935824


Róbert Ísak er Íþróttamaður ársins hjá ÍF

Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF

Verðlaunahafar ÍF / mynd fengin af heimasíðu ÍF ifsport.is

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag Róbert Ísak Jónsson sem íþróttamann ársins 2018 úr röðum fatlaðra. Eins og fram hefur komið hér á síðunni er árið búið að vera alveg magnað hjá Róberti Ísak, hann hefur meðal annars unnið tvö silfur á Evrópumeistaramótinu, fjóra Norðurlandameistaratitla, 14 Íslandsmeistaratitla, setti 18 Íslandsmet, heims- og Evrópumet auk þess að verða bikarmeistari í sundi, bæði með SH og Firði. Róbert Ísak er í fríi með fjölskyldu sinni á Spáni og því var það amma hans, Vilborg Matthíasdóttir sem tók við verðlaununum. Róbert Ísak sagði í viðtali í gegnum skype að á árinu 2019 ætlaði hann að „synda vel, vera góður og rústa þessu“. Við höfum að sjálfsögðu fulla trú á því að hann muni gera það. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR var valin íþróttakona ársins hjá ÍF. Til hamingju Róbert Ísak og Bergrún Ósk.

Róbert Ísak fjórfaldur Norðurlandameistari

Róbert Ísak Jónsson / Mynd af Facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson / Mynd af Facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra

Við sögðum frá því fyrir helgi að Róbert Ísak Jónsson hefði orðið tvöfaldur Norðurlandameistari. Hann gerði svo enn betur um helgina og bætti tveimur titlum í safnið og er því fjórfaldur Norðurlandameistari fatlaðra 2018. Á laugardaginn varð hann fyrstur í 100m flugsundi á tímanum 59,65. Hann lauk svo mótinu með því að sigra í 200m fjórsundi á tímanum 2:14,92. Algerlega frábær árangur hjá Róberti Ísak og óskum við honum innilega til hamingju. Tanya Jóhannsdóttir og Heiður Björg Egilsdóttir syntu í úrslitum í 50m skriðsundi og urðu jafnar í 6. sæti. Guðfinnur Karlsson var svo síðastur Íslendinga til að synda á mótinu þegar hann varð fjórði í 400m skriðsundi á tímanum 5:32,86.
Til hamingju allir með flott Norðurlandamót.

Öll úrslit í mótinu má svo nálgast hér.

Róbert Ísak tvöfaldur Norðurlandameistari í dag

Róbert Ísak Jónsson úr Firði varð í dag tvöfaldur Norðurlandameistari fatlaðra. Hann byrjaði daginn á að koma fyrstur í mark í 200m skriðsundi á tímanum 2:00,60, tæpum tveimur sekúndum á undan Finnanum Nader Khalili. Hann bætti svo öðrum titli við í 100m bringusundi þegar hann kom í mark á tímanum 1:10,44. Norðmaðurinn Andreas Skår Bjørnstad varð annar. Guðfinnur Karlsson keppti einnig í þeirri grein og varð sjötti á tímanum 1:26,58, hann keppti svo einnig í 100m baksundi og endaði sjöundi á tímanum 1:26,22. Tanya Jóhannsdóttir keppti í morgun í 100m baksundi en komst ekki í úrslit

Við óskum okkar keppendum til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá hvað þau gera um helgina en mótið stendur fram á sunnudag. Fylgjast má með úrslitum mótsins hér.