Róbert Ísak og Tanya Elisabeth íþróttamenn Fjarðar

Fjörður hélt uppskeruhátíð sína þriðjudaginn síðastliðinn 4. júní. Þar fá allir iðkendur viðurkennningu fyrir veturinn og þeir sem skara fram úr fá aukaverðlaun. Við breyttum svo aðeins út af vananum og skellutm upp pylsupartýi í stað hefðbundna kökuhlaðborðsins. Myllan gaf okkur pylusbrauðin og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Róbert Ísak Jónsson og Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir voru valinn íþróttamaður og íþróttakona Fjarðar. Að vanda var það góðvinur félagsins, Gissur Guðmundsson sem gaf bikarana. Kristrún Helga, fyrir sund, og Hlynur, fyrir boccia, fengu svo hvatningarbikarana þetta árið. Nokkrar myndir frá hátíðinni má sjá hér að neðan.

Róbert Ísak setti Íslandsmet og vann til sex verðlauna á Ítalíu

Mynd fengin af facebook síðu Róberts Ísaks

Mynd fengin af facebook síðu Róberts Ísaks


Róbert Ísak Jónsson tók um helgina þátt á opna ítalska meistarmótinu og stóð sig að vanda geysilega vel. Hann vann til tveggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Einnig setti hann nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S14 þegar hann synti á 1:06,49. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Róberti sem undirbýr sig af krafti undir Paralympics leikana í Tokyo 2020 en fylgjast má með framgangi hans á Facebook síðu hans og hvetjum við alla til að líka við síðuna hans.

Íþrótta- og ævintýrabúðir fyrir einstaklinga fædda 2005-2009

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF á Laugarvatni

Íþrótta- og ævintýrabúðir ÍF verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Búðirnar verða fyrir einstaklinga fædda á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.

ÍF hefur lagt mikla áherslu á að allir geti stundað íþróttir sér til heilsueflinar og þannig rofið félagslega einangrun. Íþrótta- og ævintýrabúðirnar verða haldnar að Laugarvatni dagana 11.-14. júní næstkomandi og þurfa umsóknir að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn 31. maí.

Til að sækja um er hægt að smella á þennan tengil en þar má nálgast skráningarsíðu fyrir verkefnið.

Nánari upplýsingar má finna í tenglinum hér að ofan en í þessum fyrstu búðum verður pláss fyrir allt að 30 einstaklinga á ólíkum aldri og með ólíkar fatlanir. Kostnaði er stillt í hóf því hér er um tilraunaverkefni að ræða og að ÍF fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli.

Þátttökugjaldið er kr. 20.000. Innifalið í gjaldinu eru ferðir (Rvk- Laugarvatn- Rvk), fjölbreytt dagskrá auk fæðis og gistingar. Nánari upplýsingar veita íþróttakennararnir og
skipuleggjendur:

Linda Kristinsdóttir s:862 7555
Halldór Sævar Guðbergsson s: 663 9800
Jóhann Arnarson s: 848 4104

Sjá nánar á heimasíðu ÍF

Fjörður bikarmeistari 12. árið í röð

Fjörður varð nú um helgina bikarmeistari í sundi 12. árið í röð en bikarmót ÍF var haldið með nýju sniði og hét nú Bikar- og flokkamót ÍF í sundi. ÍFR varð í öðru sæti og Ösp í því þriðja. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá sundmönnunum okkar sem sönkuðu að sér fjölmörgum flokkameistaratitlum. Sumir af okkar sundmönnum voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og tveir af okkar yngri sundmönnum, Kristrún Helga Þórðardóttir og Guðmundur Atli Sigurðsson, voru fyrirliðar og tóku við bikarnum úr hendi Þórðar Hjaltested formanns ÍF. Hér að neðan má sjá nokkar myndir af mótinu.